Fréttir
  • Damned

Umferðatafir á Sandveginum vegna kvikmyndatöku dagana 13. -20. febrúar

Stuttar lokanir á veginum 3-5 mínútur.

Vegna kvikmyndatöku á kvikmyndinni Damned þá má búast við umferðartöfum á veginum milli Bolungarvíkur og ganganna á meðan á kvikmyndatöku stendur, dagana 13. til 20. febrúar. Um er að ræða stuttar lokanir á veginum, 3-5 mínútur í senn og opnað fyrir umferð á milli þess sem kvikmyndavélin rúllar. Mönnuð umferðarstjórnun verður beggja vegna lokunarsvæðisins.