Umhverfisátak
Bolungarvíkurkaupstaður boðar til umhverfisátaks í júní 2018 þar sem íbúar eru hvattir til að huga að nánasta umhverfi.
Íbúar eru beðnir um að tína upp bréfarusl, plast, dósir og annað smálegt sem hefur lent á röngum stað hjá okkur yfir veturinn.
Salt til gróðureyðingar er hægt að fá ókeypis hjá Hafnarvog og við Áhaldahús.
Hreinsunardagur og grill
Íbúar eru einnig boðaðir til sérstaks hreinsunarátaks fimmtudaginn 14. júní kl. 16-18.
Að átaki loknu grillum við hjá félagsheimilinu.
Íbúar ofan Völusteinsstrætis hittast á mótum Holtabrúnar og Þjóðólfsvegar og skipta sér á svæði 1 og 2. Íbúar neðan Völusteinsstrætis hittast á planinu við sundlaugina og skipta sér á svæði 3 og 4.
- Svæði 1 er ofan Völusteinsstrætis og innan Þjóðólfsvegar, þar með talin skógræktin og nær að Hólsá.
- Svæði 2 er ofan Völusteinsstrætis og utan Þjóðólfsvegar
- Svæði 3 er neðan Völusteinsstrætis og utan Skólastígs
- Svæði 4 er neðan Völusteinsstrætis og innan Skólastígs
Tómir ruslapokar verða afhentir við upphaf átaksins við sundlaug og skógrækt. Síðan verður tekið við þeim (fullum) á planinu við sundlaugina og einnig má setja þá við næstu götu og þeir verða þá teknir.
Fyrirtækin
Eigendur og forsvarsmenn fyrirtækja athugið!Eigendur fyrirtækja í sveitarfélaginu eru hvattir til að taka fullan þátt í umhverfisátakinu, sér í lagi með því að fjarlægja brotmálma, timburúrgang og annað sem safnast hefur á lóðir þeirra. Ákveðið hefur verið að taka við timbri og málmum án endurgjalds 11.-15. júní.
Málmar
Settur verður brotajárnsgámur fyrir utan Áhaldahús og hægt verður að skila þangað málmum fyrir utan gáminn. Starfsmenn Áhaldahúss munu sjá um að setja í gáminn og koma í endurvinnslu.
Ekkert gjald verður tekið fyrir þessa þjónustu 11.-15. júní.
Timbur
Opið verður á endurvinnslusvæðinu á „Hólnum“ fyrir ofan kirkjuna alla dagana 11. og 15. júní á milli kl. 13 og 19. Starfsmaður áhaldahús mun taka á móti þeim sem vilja losa sig við timbur.
Ekkert gjald verður tekið fyrir þessa þjónustu 11.-15. júní.
Eftir að þessu átaki lýkur mun gjaldtaka hefjast að nýju. Þá má jafnframt búast við því að gripið verði til aðgerða til að fylgja eftir að lóðareigendur uppfylli sínar skyldur um umgengni og útlit lóða sinna.
Vert er að vekja athygli á að bæjaryfirvöld hafa víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða gagnvart þeim aðilum sem ekki sinna tilmælum. Samkvæmt ákvæðum 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.9.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 er hægt að grípa til aðgerða sem felur í sér m.a. beitingu dagsekta eða ákvörðun byggingarfulltrúa um að láta fjarlægja drasl á lóðum á kostnað eiganda.