Umhverfisátak í maí
Bolungarvíkurkaupstaður boðar til umhverfisátaks í maí 2019 þar sem íbúar eru hvattir til að huga að nánasta umhverfi.
Íbúar eru beðnir um að tína upp bréfarusl, plast, dósir og annað smálegt sem hefur lent á röngum stað hjá okkur yfir veturinn.
Eigendur fyrirtækja í sveitarfélaginu eru hvattir til að taka fullan þátt í umhverfisátakinu, sér í lagi með því að fjarlægja brotmálma, timburúrgang og annað sem safnast hefur á lóðir þeirra.
Í tengslum við umhverfisátakið verða afklippur af trjám og runnum og annar garðaúrgangur fjarlægður garðaeigendum að kostnaðarlausu á eftirfarandi dögum:
• Mánudaginn 20. maí
• Mánudaginn 27. maí
Garðaúrgangur ætti að vera í pokum, en trjágreinar bundnar saman og staðsett þannig að vel sé aðgengilegt starfsmönnum bæjarins.
Salt til gróðureyðingar er hægt að fá ókeypis hjá hafnarvog.