Umhverfisátakið Fögur er Víkin
Starfmenn Bolungarvíkurkaupstaðar hafa tekið höndum saman um að gera bæinn eins snyrtilegan og mögulegt er.
Markvist er verið bæta ásýnd bæjarins og liður í því eru að mála andyri grunnskólans, mála fyrir utan þjónustumiðstöð ásamt ótal minni lagfæringum, klippa og hirða tré og runna, slá gras og hreinsa kerfil, sópa götur oftar, taka á móti brotajárni og taka á móti veiðafæraúrgangi svo eitthvað sé nefnt. Allt eru þetta liðir í því að gera gott betra.
Sveitafélagið vill því hvetja bæjarbúa að gera slíkt hið sama og líta í bakgarðinn eftir veturinn, snyrta og laga það sem betur má fara.
Gaman væri ef bæjarbúar gætu tekið fyrir-og-eftir-mynd og sett innlegg á samfélagsmiðla undir myllumerkinu - #fogurervikin - eða bara fallega mynd af bænum eða húsinu sínu.
Stefnum á að vera með góða útgáfu af bænum sumarið 2019 því glöggt er gests augað.