Fréttir
  • Frisbígolfvöllur í Bernódusarlundi í Bolungarvík

Umhverfisvika, hreinsiátak og vígsla frisbígolfvallar

 

Íbúar eru beðnir um að tína upp bréfarusl, plast, dósir og annað smálegt sem lent hefur á röngum stað hjá okkur yfir veturinn. 

Eigendur fyrirtækja í sveitarfélaginu eru hvattir til að taka fullan þátt í umhverfisvikunni, sér í lagi með því að fjarlægja brotmálma, timburúrgang og annað sem safnast hefur á lóðir þeirra. 

Í tengslum við umhverfisviku verða afklippur af trjám og runnum og annar garðaúrgangur fjarlægður garðaeigendum að kostnaðarlausu á eftirfarandi dögum: 

Mánudaginn 30. maí
Mánudaginn 6. júní

Garðaúrgangur ætti að vera í pokum, en trjágreinar bundnar saman og staðsett þannig að vel sé aðgengilegt starfsmönnum bæjarins.  

Salt til gróðureyðingar er hægt að fá ókeypis hjá hafnarvog og við áhaldahús.

Hreinsunarátak laugardaginn 28. maí kl. 10-12
Íbúar eru einnig boðaðir til sérstaks hreinsunarátaks laugardaginn 28. maí kl. 10-12. Íbúar ofan Völusteinsstrætis hittast á mótum Holtabrúnar og Þjóðólfsvegar og skipta sér á svæði 1 og 2. 

Íbúar neðan Völusteinsstrætis hittast á planinu við sundlaugina og skipta sér á svæði 3 og 4. 

Svæði 1 er ofan Völusteinsstrætis og innan Þjóðólfsvegar, þar með talin skógræktin og nær að Hólsá
Svæði 2 er ofan Völusteinsstrætis og utan Þjóðólfsvegar
Svæði 3 er neðan Völusteinsstrætis og utan Skólastígs
Svæði 4 er neðan Völusteinsstrætis og innan Skólastígs 

Tómir ruslapokar verða afhentir við upphaf átaksins við sundlaug og skógrækt. Síðan verður tekið við þeim (fullum) á planinu við sundlaugina og einnig má setja þá við næstu götu og þeir verða þá teknir. 

Grill og frisbígolf í BernódusarlundiAð loknu hreinsunarátakinu býður bærinn íbúum í grill í skógræktinni. 

Þá verður nýi frisbígolfvöllurinn (PNG) vígður. Frisbídiskar verða á staðnum í boði hreyfiviku Heilsubæjarins og einnig verða skorkort á staðnum (JPG), sjá einnig folf-leikreglur (PDF). 

Nánari upplýsingar um hreyfiviku Heilsubæjarins má fá á Facebook-vef Heilsubæjarins (www.facebook.com/heilsubaerinn). Þá má einnig benda á að kappróðabátarnir verða við Lækjarbryggu í hreyfivikunni til æfinga fyrir sjómannadaginn.