Fréttir
  • Vinnuskólinn

Umsókn um starf í vinnuskóla

Umsóknum um vinnuskólan þarf að skila fyrir 26. maí 2023.

Vinnuskólinn er fyrir unglinga með lögheimili í Bolungarvík (eða annað foreldri með lögheimili í Bolungarvík). Boðið er uppá vinnu sem hér segir:

  • Unglingar í 8. bekk grunnskóla – 4 tímar á dag í 4 vikur
  • Unglingar í 9. bekk grunnskóla – 4 tímar á dag í 5 vikur
  • Unglingar í 10. bekk grunnskóla – 6 tímar á dag í 5 vikur
  • Unglingar í 1. bekk menntaskóla – 6 tímar á dag í 5 vikur

Unnið verður frá kl. 8 alla virka daga, unglingar í 8. og 9. bekk hætta kl. 12 en unglingar í 10. og 1. bekk hætta kl. 14.

Kaffitímar eru kl. 10 í 15 mínútur og matartími kl. 12 í 30 mínútur. Ætlast er til að unglingarnir komi með nesti í kaffi og matartíma.

Vinnuskólinn fær úthlutað verkefnum frá Bolungarvíkurkaupstaðar. Fjölbreytt verkefni eru í boði eins og vinna við:

  • Áhaldahús
  • Höfnin
  • Sundlaug og tjaldsvæði
  • Garðyrkjustörf
  • Ósvör
  • Leikskóli

Umsóknum um vinnuskólann þarf að skila fyrir 26. maí 2023 á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar.