Fréttir
  • Sóknaráætlun Vestfjarða

Umsóknanámskeið fyrir Uppbyggingarsjóð

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, en hann hefur í fyrri störfum komið að gerð umsókna og þekkir því vel til á þessu sviði.

Jón Páll segir að á námskeiðinu verði hugað að leiðum til að efla atvinnulíf og nýsköpun á Vestfjörðum.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 21. nóvember 2019.

Á þessu ári var úthlutað rúmlega 50 milljónum króna til ríflega 70 verkefna, flest á sviði menningarmála.