• Leikskólinn Glaðheimar

9. ágúst 2019

Unnið að sameiningu leikskólans

Leikskóli Bolungarvíkur sem nefnist Glaðheimar opnaði í nýju og endurbættu húsnæði nú í vikunni eftir sumarfrí nemenda og starfsfólks. 

Skólinn hefur verið að hluta við Hlíðarstræti og að hluta í Lambhaga en aðstaðan í Lambhaga verður lögð niður og starfssemi skólans verður í framtíðinni öll við Hlíðarstræti.

Ný viðbygging við húsnæðið í Hlíðarstræti var tekin í notkun í vikunni og verða eldri deildir þar í vetur en yngri deildir í Lambhagahúsnæðinu og í vetur verður eldri hluti húsnæðisins við Hlíðarstræti endurnýjaður. 

Áætlað er að breytingunum verið lokið næsta vor og skólinn verði allur undir sama þaki veturinn 2020-2021.