Uppbygging á Aðalstræti 16
Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja taka að sér uppbyggingu á Aðalstræti 16.
Húsið er lágreist timburhús, með mænisþaki byggt á hlöðnum og steyptum grunni í látlausum, hefðbundnum stíl. Kjallari er gömul kolageymsla og kyndiklefi með lágri lofthæð. Húsið var upphaflega byggt í Látrum í Aðalvík árið 1909 en var flutt til Bolungarvíkur um 1930 og hefur staðið þar síðan.
Bolungarvíkurkaupstaður hlaut styrk frá Húsafriðunarsjóði árið 2020 fyrir rannsóknum, uppmælingu og tillögugerð fyrir Aðalstræti 16. Í júlí 2020 var húsið mælt upp af Sei Studio sem í kjölfarið hefur unnið tillögur og áætlun um uppgerð hússins sem meðal annars miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda.
Áhugasamir skulu hafa samband við Jón Pál Hreinsson á netfangið jonpall@bolungarvik.is eða í síma 8994311.

