Fréttir
  • Heimsmynd

Urðunarstaður á Hóli, deiliskipulag

Skipulagssvæðið nær yfir núverandi urðunar-stað og efnisnámu á Hóli. Deiliskipulagið verður í samræmi við Aðalskipulag Bolungarvíkur 2008–2020.

Í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman lýsing á deiliskipulagsverkefninu sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Bolungar-víkur. Tillagan er háð umhverfismati áætlana samkvæmt lögum nr. 105/2006.

Skipulags- og matslýsingu er hægt að nálgast á heimasíðu Bolungarvíkur-kaupstaðar, bolungarvik.is. 

Frestur til að senda inn athugasemdir eða koma með ábendingar sem snerta skipulags- og matslýsinguna er til 12. maí n.k. 

Þær má senda í tölvupósti á netfangið byggingarfulltrui@bolungarvik.is eða í pósti merktum, Bolungarvíkurkaupstaður, byggingarfulltrúi, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík.