Fréttir
  • Bolasafn

Útboð á rekstri almenningsbókasafns

Verkið felst í því að reka almenningsbókasafn í nýjum húsakynnum að Aðalstræti 21 í Bolungarvík.

Meðal helstu verkþátta er:

  • Útleiga á bókum.
  • Taka við nýjum bókum og afgreiða í hillur.
  • Taka við bókum sem er skilað úr útláni og afgreiða í hillur.
  • Sala á kaffi og léttu meðlæti.

Nánari upplýsingar gefur Finnbogi Bjarnason í síma 450-7008, 863-9934 og eða í gegnum netfangið finnbogi@bolungarvik.is.

Tilboðsgögn fást afhent gegn því að senda tölvupóst á netfangið finnbogi@bolungarvik.is.

Tilboðum skal skila til Finnboga Bjarnasonar í Ráðhúsinu í Bolungarvík fyrir kl. 11.00, þriðjudaginn 7. maí 2019, þar sem þau verða opnuð kl. 11:15.