Útboð - Gatnagerð og lagnir í Lundahverfi
Verkið felur í sér gatnagerð, lagning fráveitu-, vatnsveitulagna, ídráttarör, útlagning strengja í samstarfi við Mílu, Orkubú Vestfjarða og Snerpu ehf. Ljósastauralagnir, ljósastaurar, umferðar- og götumerkingar ásamt yfirborðsfrágangi og gerð göngustíga fyrir nýtt Lundarhverfi í Bolungarvík.
Meðal helstu verkþátta eru:
· Útgröftur úr götustæði 3.400 m3
· Gröftur fyrir lögnum 12.100 m3
· Fylling og burðarlög 2600 m3
· Fráveitulagnir. 1.900 m
· Vatnsveitulagnir. 1.000 m
· Jarðstrengir 3.400 m
· Hellulagðar gangstéttir 2.300 m2
Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti gegn því að senda tölvupóst á netfangið: finnbogi@bolungarvik.is
Nánari upplýsingar gefur Finnbogi Bjarnason í síma 450-7000, 863-9934 og eða í gegnum netfangið finnbogi@bolungarvik.is
Tilboðum skal skila til Tæknideildar Bolungarvíkurkaupstaðar ráðhúsinu við Aðalstræti 10-12 í Bolungarvík eða í tölvupósti á netfangið finnbogi@bolungarvik.is fyrir kl. 11:00 mánudaginn 29. apríl 2024 þar sem þau verða opnuð kl. 11:15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.