Útboð viðbyggingar og endurbóta leikskóla
Verkið felst í því að fullgera nýbyggingu og tengibyggingu við eldra húsnæði ásamt því að endurnýja eldra húsnæði.
Nýbygging verður 307 m2, 1339 m3 og eldra hús er 308 m2, 1132 m3.
Helstu verkþættir eru:
Gröftur og fylling, frárennslislagnir, einangrun sökkla og botnplötu, steypumót, járnabending og steinsteypa í sökkla og gólfplötu, burðarvirki veggja og þaks, þakfrágangur, útveggir og ytri frágangur með loftaðri álklæðningu, gluggar og útihurðir. Innveggir og loft, neysluvatns- og hitalagnir, raflagnir og rafkerfi, loftræsting, innréttingar og búnaður, innri frágangur, gólfefni og málun.
Helstu magntölur:
- Mótafletir 702 m2
- Steypustál 11.150 kg
- Steinsteypa 190 m3
- Utanhúsklæðning 379 m2
- Gifsplötuveggir 296 m2
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. mars 2020.
Útboðgögn fást afhent á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 10-12, 415 Bolungarvík, frá og með mánudeginum 12. mars, á skrifstofutíma gegn 3.000 kr. greiðslu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 10-12, 415 Bolungarvík, í lokuðu umslagi þannig merktu:
Leikskóli Bolungarvík, viðbygging og endurbætur. Tilboð.
Fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 28. mars 2018 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim sem þess óska.