Útsýnispallur á Bolafjalli opnaður
Pallurinn var byggður utan í fjallsbrún Bolafjalls í fyrra og hefur fólk getað nýtt sér hann í sumar.
Ríkisstjórn Íslands verður viðstödd opnunina ásamt fleiri góðum gestum.
Bolafjall er 638 metra hátt fjall fyrir ofan Bolungarvík. Akvegur liggur upp á fjallið en þar er ein af fjórum ratsjár- og fjarskiptastöðvum Atlantshafsbandalagsins í umsjá Landhelgisgæslu Íslands. Vegurinn hefur verið opinn bílum á sumrin en af fjallinu er mikið útsýni til allra átta enda er það vinsæll viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum.
Bolungarvíkurkaupstaður stendur fyrir kynningarfundi upp á Bolafjalli laugardaginn 3. september kl. 14:00 fyrir íbúa og aðra sem hafa áhuga á að kynnast þessu verkefni og framkvæmd þess.