Fréttir
  • Ráðhús Bolungarvíkur

Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Bolungarvíkurkaupstaðar og tillögur

Úttektin er gerð með það að markmiði að koma fram með tillögur að hagræðingu í stjórnsýslu og rekstri, þannig að reksturinn skili meiri framlegð m.a. til að standa undir afborgunum lána, nýjum framkvæmdum og aukinni þjónustu.

Í lokaorðum skýrslunar segir m.a. "Frá árinu 2012 til 2019 fjölgaði íbúum Bolungarvíkurkaupstaðar um 7,2% samanborið við að íbúum á Vestfjörðum samtals fjölgaði um 1,6%.  Frá árinu 2014 hafa skatttekjur á hvern íbúa í Bolungarvíkurkaupstað verið að aukast meira en hjá samanburðar sveitarfélögum og munar þar mestu um auknar útsvarstekjur.  Ætla má af þessu tvennu, þ.e. fjölgun  íbúa og auknum tekjum, að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé gott og ástæða til að horfa til bjartrar framtíðar."

"Eftir yfirferð á rekstri sveitarfélagsins og stjórnsýslu er það mat skýrsluhöfundar að möguleikarnir eru margir til að bæta rekstrarafkomuna.  Í skýrslunni eru settar fram 67 tillögur, sem svo til allar miða að því að bæta stjórnsýslu, rekstur, þjónustu og starfsumhverfi starfsmanna sveitarfélagsins.  Lagðar eru fram fleiri tillögur en færri.  Ljóst er að þær þurfa ekki allar að koma til framkvæmda til að ná tilsettu markmiði.  Skýrsluhöfundur velur þann kostinn að leggja fram tillögur, þar sem hann telur mögulegt að bregðast við, síðan er það bæjarstjórnar að velja úr."

 

Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Bolungarvíkurkaupstaðar
og tillögur.