• Vatn

30. september 2018

Vatnssuðu aflétt

Ný vatnssýni sem tekin voru fimmtudaginn 27. september sýna góða niðurstöðu og allt bendir til að ástæðan fyrir vondu vantssýni sé staðbundin vegna viðgerða sem áttu sér stað á vatnsveitu þegar fyrra vatnssýnið var tekið.

Ný vatnssýni voru tekin fimmtudaginn 27. september. Tekin voru þrjú sýni þ.a. eitt í vatnsveitunni sem er hreint. Sýni í Aðalstræti 12 er með einn  E. coli og sýni tekið hjá Búðarnesi – Bensínstöð er hreint.  Niðurstöður benda til að mengun sé staðbundin og geti tengst viðgerð á vatnsveitu við Traðarstíg. 

Vatnið er hreint í vatnsveitunni og á bensínstöðinni sem fyrir ofan og neðan sýnatökustað að Aðalstræti 12. 

Vatnssuðu er því aflétt en viðkvæmir einstaklingar eru beðnir um að sýna varúð.  Áfram verður fylgst vel með vatninu.

Tekin verða ný sýni til að fylgjast áfram með framvindu.