• Bolafjall

19. september 2018

Veginum upp á Bolafjall lokað

Veginum upp á Bolafjall verður lokað í kvöld með keðju líkt og verið hefur undanfarin ár fyrir veturinn.

Eftir það verður ekki hægt að aka bifreið upp á fjallið en hægt verður eftir sem áður að ganga á fjallið.