• Ráðhús Bolungarvíkur

13. mars 2020

Vegna Covid-19

Á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra nú fyrir stundu kom fram að sett verður fjögurra vikna samkomubann á Íslandi frá og með mánudeginum 16. mars.

Ég biðla til íbúa að sýna almenna skynsemi í öllum samgangi fólks. Við þurfum að snúa bökum saman og standa saman því aðgerðirnar eru settar til að draga úr faraldrinum svo að álag á heilbrigðiskerfið verði ekki of mikið.

Það hefur ekkert smit greinst á Vestfjörðum, en það er afar mikilvægt að íbúar fari að öllum tilmælum heilbrigðisyfirvalda og verndi þannig sig og sína gagnvart þessum faraldri. 

Mætum þessari áskorun saman með jákvæðu hugarfari!

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri