Viðbragðsáætlun uppfærð
Helstu breytingar eru:
- Hvatt er til þess að fólk haldi sig heima, haldi samskiptafjarlægð frá 2 metrum, takmarki ferðir og fylgi leiðbeiningum yfirvalda.
- Fólk sem finnur til einkenna á að halda sig heima og hafa samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í síma 450 4500. Tekin eru sýni alla virka daga á Ísafirði kl. 10-11, en fyrst þarf að fá samband við lækni.
- Samkomubann í Bolungarvík miði við 5 manns en það á þó ekki við um fjölskyldur sem deila heimili.
- Fjöldi viðskiptavina í verslunum stærri en 150 fermetrar sé að hámarki 30 á hverjum tíma.
- Leikskólinn Glaðheimar í Bolungarvík er lokaður frá og með 2. apríl 2020. Einungis börn foreldra á forgangslistum fá vistun á leikskólanum.
- Grunnskólinn í Bolungarvík er lokaður frá og með 2. apríl 2020. Fjarkennsla verður að einhverju leyti og kennarar verða í samskiptum við nemendur og fjölskyldur þeirra.
Sjá nánar:
- Viðbragðsáætlun Bolungarvíkurkaupstaðar vegna Covid-19 faraldursins 7,0
- COVID-19 - upplýsingasíða um COVID-19 (Corona Virus Desease 2019)