Viðburðastyrkir um markaðshelgina
Bolungarvíkurkaupstaður býður tvo 50.000 kr. styrki til einstaklinga eða hópa fyrir framkvæmd á viðburði um markaðshelgina.
Skilyrði er að verkefnin séu framkvæmd af styrkþegum sjálfum og að þau séu í þágu íbúa og gesta markaðshelgarinnar.
Styrkirnir eru hugsaðir til að greiða fyrir kostnað við framkvæmd viðburðar og eru greiddir eftir að viðburðir hafa farið fram.
Umsóknir óskast sendar á netfangið helgi@bolungarvik.is fyrir hádegi 26. júní 2020. Fram þarf að koma:
- Lýsing á fyrirhuguðu verkefni
- Útfærsla á framkvæmd (hvar, hvenær og fyrir hverja verkefnið er hugsað)
- Gróf kostnaðaráætlun
- Upphæð styrkumsóknar