Vilt þú skapa nýja jólahefð í Bolungarvík?
Menningar- og ferðamálaráð leitar eftir áhugasömum og drífandi einstaklingum eða félagasamtökum til að skipuleggja og framkvæma fjölmenningarlega jólamatarhátíð í Félagsheimili Bolungarvíkur.
Fjölmenningarleg jólamatarhátíð yrði skemmtileg viðbót við menningarlífið í Bolungarvík og menningar- og ferðamálaráð óskar eftir drifkrafti til þess að skipuleggja og halda utan um hátíðina.
Markmiðið er að skapa viðburð þar sem fólk frá ólíkum menningarheimum deilir sinni jólamatarmenningu ásamt öðrum jólahefðum og þar með kynna, efla og fanga því fjölbreytilega samfélagi sem við búum í.
Bolungarvíkurkaupstaður mun veita styrk til verkefnisins.
Þeir sem hafa áhuga á að taka verkefnið að sér eða óska eftir frekari upplýsingum eru hvattir til að hafa samband við Olgu gata á netfangið olgat@bolungarvik.is.
Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkur.

