Fréttir
  • Capture

Viltu byggja? Nýjar lóðir Lundahverfis í Bolungarvík eru lausar til úthlutunar

Umsóknarferli skal fara í gegnum þjónustugátt Bolungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is Umsóknir – 09 Tæknideild – Umsóknir um lóð.

Umhverfismálaráð og Bolungarvíkurkaupstaður hafa samþykkt að auglýsa nýjar lóðir í Lundahverfi í Bolungarvík, lausar til úthlutunar. Um er að ræða 22 lóðir fyrir einbýlishús, par/raðhús og fjölbýlishús við Víðilund 1 og 3, Grenilund 1,2,3 og 4, Furulund 1,2 og 4, Birkilund 1,2,3 og 4, Brekkulund 1,3 og 5, Völusteinsstræti 37, 38, 40 og 41 og Höfðastíg 13 og 15b.

Þrjár lóðir eru ekki til úthlutunar að þessu sinni en það eru lóðirnar við Furulund 3 og Birkilund 5 og 6.

Frekari upplýsingar veitir byggingafulltrúi finnbogi@bolungarvik.is og á skrifstofu tæknideildar Bolungarvíkur.

Sjá nánari upplýsingar hér:

Umsóknarfrestur er til 30. September 2023.