Fréttir
  • Slide23

Vinnuskóli Bolungarvíkurkaupstaðar 2024

Bolungarvíkurkaupstaður starfrækir vinnuskóla fyrir unglinga fædda 2007 til 2010 (8-10 bekk og 1 bekkur í menntaskóla) frá 10. júní til 12. júlí. Vinnuskólinn er fyrir unglinga með lögheimili í Bolungarvík (eða annað foreldri með lögheimili í Bolungarvík).

Vinnuskólinn fær úthlutað verkefnum frá Bolungarvíkurkaupstaðar. Fjölbreytt verkefni eru í boði eins og vinna við:

  • Höfnin
  • Sundlaug og tjaldsvæði
  • Garðyrkjustörf
  • Ósvör
  • Leikskóli
  • Sumarskóli grunnskólans

Umsóknum um vinnuskólann þarf að skila fyrir 27 maí á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar.

Vinnuskoli-umsokn-2024-002-