Vinnuskóli Bolungarvíkurkaupstaðar 2025
Bolungarvíkurkaupstaður starfrækir vinnuskóla fyrir unglinga fædda á árunum 2008–2011 (nemendur í 8.–10. bekk og 1. bekk menntaskóla) frá 9. júní til 11. júlí 2025. Vinnuskólinn er ætlaður unglingum með lögheimili í Bolungarvík (eða ef annað foreldri er með lögheimili í Bolungarvík).
Vinnuskólinn fær úthlutað fjölbreyttum verkefnum frá Bolungarvíkurkaupstað. Meðal verkefna má nefna:
- Höfnin
- Sundlaug og tjaldsvæði
- Áhaldahús
- Ósvör
- Aðstoð í leikskóla
- Sumarskóli grunnskólans
Umsóknum um þátttöku í vinnuskólanum skal skila til bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar eigi síðar en 16. maí 2025.