Fréttir

Vont veður yfir hátíðirnar - mokstur og þjónusta í Bolungarvík

Kæru íbúar,

Því miður er staðan þannig að spáin er slæm fyrir hátíðirnar. Það má búast við mikilli snjókomu og skafrenning fyrripartinn á aðfangadag og frameftir kvöldi.

Íbúa eru beðnir að fylgjast vel með veðurspá á www.vedur.is og reyna eftir bestu að aðlaga sín plön að aðstæðum.

Stefnt verður að því halda öllum götum opnum á aðfangadag til kl.16 með því að ‚stinga‘ í gegn. Það má því búast við ruðningar myndist í bænum sem geta teppt bílastæði og heimreiðar.

Á jóladag, verður byrjað að opna göturnar kl.10, ef þess gerist þörf og stungið einu sinni í gegnum göturn.

Á annan í jólum, verður byrjað að opna göturnar kl.10, ef þess gerist þörf, og stungið einu sinni í gegnum göturnar.

Síðan hefst hefðbundin mokstur miðvikudaginn 27.des.

Ef íbúar lenda í vandræðum með að komast til og frá heimilum sínum í bænum yfir hátíðirnar er björgunarsveitin Ernir með hefðbundna vakt yfir hátíðirnar og hægt er að óska eftir aðstoð með því að hringja í 112. Mikilvægt er að beiðnir um aðstoð fari í gegnum 112, en ekki með því að hringja beint í síma björgunarsveitamanna. Það auðveldar eftirfylgni allra verkefna og tryggir að allir fái aðstoð.