Íbúakönnun í október
Lagðar voru fimm spurningar fyrir 235 Bolvíkinga 18 ára og eldri sem valdir voru handahófskennt úr þjóðskrá sem er 25% íbúa og svarhlutfall var 68%.
Spurningarnar voru:
- Hversu jákvæð/ur eða neikvæð/ur ert þú gagnvart mögulegri sameiningu Bolungarvíkur við annað sveitarfélag?
- Hvernig þykir þér líklegt að þú myndir kjósa ef kosið yrði í dag um sameiningu Bolungarvíkur við Ísafjarðarbæ?
- Hversu hár finnst þér að hámarkshraði ætti að vera á umferðargötum í Bolungarvík?
- Hversu jákvæð/ur eða neikvæð/ur ert þú gagnvart laxeldi í sjó í Ísafjarðardjúpi?
- Hversu jákvæð/ur eða neikvæð/ur ert þú gagnvart því að útsýnispallur verði byggður á Bolafjalli?
Helstu niðurstöður voru að:
- 82% voru mjög neikvæð eða frekar neikvæð gagnvart samningu við annað sveitarfélag.
- 93% myndu hafna samneinginu við Ísafjarðarbæ ef kosið væri í dag
- 61% vildu annan hámarkshraða en 50 km/klst. á umferðargötum í Bolungarvík
- 87% voru mjög jákvæð eða frekar jákvæð gagnvart laxeldi í sjó í Djúpinu og
- 61% voru mjög jákvæð eða frekar jákvæð gagnvart útsýnispalli á Bolafjalli