• Útsýni af Bolafjalli. Mynd: Helgi Hjálmtýsson.

15. september 2021

Jafnlaunastefna samþykkt í bæjarstjórn

Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti formlega jafnalaunastefnu kaupstaðarins á fundi sínum í gær.

Meginmarkmið jafnlaunastefnu Bolungarvíkurkaupstaðar er að allar launaákvarðanir skulu vera gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar.

Jafnframt skuldbindur Bolungarvíkurkaupstaður sig til þess að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnalaunakerfi í samræmi við kröfur ÍST 85:2012 staðalsins.