Fréttir
  • Ósvör

Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkurkaupstaðar auglýsir eftir styrkumsóknum

Umsóknarfrestur er til 1. september

Tilgangur styrkjanna er að efla menningu og ferðaþjónustu í Bolungarvík og geta umsækjendur verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir. Úthlutað er úr sjóðnum fjórum sinnum á ári.

Umsókn um styrk skal skila til menningar- og ferðamálaráðs fyrir 1. september 2023 á þar til gerðu eyðublaði . Umsóknum má einnig skila á bæjarskrifstofu Bolungarvíkur. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur.