Styrkir menningar- og ferðamálaráðs
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2025
Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkurkaupstaðar auglýsir hér með eftir styrkumsóknum.
Tilgangur styrkjanna er að efla menningu og ferðaþjónustu í Bolungarvík.
Umsóknum skal skilað til menningar- og ferðamálaráðs á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2025.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur.