Fréttir
  • Ósvör

Styrkir menningar- og ferðamálaráðs

Umsóknarfrestur er til 1. september 2024

Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkurkaupstaðar auglýsir hér með eftir styrkumsóknum.

Tilgangur styrkjanna er að efla menningu og ferðaþjónustu í Bolungarvík.

Við mat á umsóknum skal horft til eftirfarandi þátta:

  • Hvernig verkefnið/starfsemin auðgar menningarlífið í Bolungarvíkurkaupstað og hvernig fjármunir nýtist í því samhengi.
  • Einungis er styrkt til verkefna/viðburða sem fara fram í Bolungarvíkurkaupstað.
  • Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, hvort aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd og hvort verkefnið muni laða að frekara fjármagn.
  • Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð.
  • Úthlutanir endurspegli breidd, nýmæli og framsækni og að endurnýjun eigi sér stað í hópi styrkþega.

Umsóknum skal skilað til menningar- og ferðamálaráðs á þar til gerðu eyðublaði.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur.