Tilnefningar til íþróttamanneskju ársins 2024
Tilnefningum skal skila inn fyrir kl. 15:00 mánudaginn 30. desember 2024
Fræðslumála- og æskulýðsráð óskar eftir tilnefningum til íþróttamanneskju ársins 2024 í Bolungarvík. Tilnefningum skal skila inn á bæjarskrifstofu fyrir kl. 15:00 mánudaginn 30. desember 2024 eða senda tölvupóst á formann fræðslumála- og æskulýðsráðs: gudlaugros@simnet.is
Hóf til heiðurs íþróttafólki og útnefning íþróttamanneskju ársins verður haldið í janúar 2025. Dagsetning auglýst nánar síðar.
Endilega hafið samband ef þið hafið frekari spurningar.
Fræðslumála og æskulýðsráð Bolungarvíkur
Hérna er reglugerð um kjör íþróttamanns Bolungarvíkur.