• Ungmennarad

4. september 2020

Viltu hafa áhrif á samfélagið?

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum ungmennum til að sitja í ungmennaráði Bolungarvíkur.

Ungmennaráð er skipað fimm ungmennum á aldrinum 13-25 ára og tveim til vara. Stefnt er á að halda fjóra fundi veturinn 2020-2021 og er greitt fyrir fundarsetu.

Í annarri málsgrein elleftu greinar æskulýðslaga segir:

Sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð.

Hverju hafa ungmennaráð á Íslandi stuðlað að?

  • Staðið að heilsustíg
  • Opnað og starfrækt ungmennahús
  • Bætt aðstöðu í félagsmiðstöðvum og skólum
  • Komið af stað fleiri viðburðum fyrir ungmenni
  • Bætt samgöngur, til dæmis tímaáætlanir strætó
  • Stuðlað að ódýrari afþreyingu fyrir ungt fólk
  • Talað fyrir breyttum kennsluháttum
  • Haldið ráðstefnur

Áhugasöm ungmenni hafi samband við Svönu Kristínu Guðbjartsdóttur, frístundaleiðbeinanda, svanag@bolungarvik.is.