Vefannáll 2020
- 348 vefgreinar á bolungarvik.is, gs.bolungarvik.is, gladheimar.leikskolinn.is og ts.bolungarvik.is
 - 1050 innlegg og deilingar á facebook.com/bolungarvik
 - 132 innlegg og sögur á instagram.com/bolungarvik og
 - 90 innlegg á twitter.com/brimbrjotur
 
Áhorf á bolungarvik.is eftir tækjum
Árið 2018 var fyrsta árið þar sem vefsíðan bolungarvik.is var skoðuð oftar gegnum síma en tölvu og áhorfið gegnum síma hefur aukist síðan þá.
| Tæki | 2018 | 2019 | 2020 | 
|---|---|---|---|
| Sími | 48% | 52% | 58% | 
| Tölva | 44% | 41% | 37% | 
| Spjaldtölva | 8% | 7% | 5% | 

Þrír heimsóknartoppar voru á www.bolungarvik.is á árinu, 
- 2. apríl skoðuðu tæplega 1.500 notendur vefinn,
 - 16. mars rúmlega 1.000 notendur og
 - 10. mars skoðuðu rúmlega 700 notendur vefinn.
 
Efnið sem þessir notendur voru að sækjast eftir tengdist allt fyrstu bylgju Covid-19 faraldursins. 
Mest skoðaðar fréttagreinar á bolungarvik.is á árinu voru:
- 160 milljónir í útsýnispall á Bolafjalli - 9.3.2020
 - Skólar lokaðir á morgun - 16.3.2020
 - Þrettán smit á Vestfjörðum - 2.4.2020
 - Útsýnispallurinn á Bolafjalli á sýningu í Moskvu - 31.1.2020
 - Barnagæsla í íþróttahúsi - 29.1.2020
 - Stöðufundur fór fram - 17.4.2020
 
Mest skoðaðar viðburðargreinar á bolungarvik.is voru:
- Markaðshelgin 2020
 - Sjómannadagshelgin 2020
 - Stöðufundur um Covid-19 í Bolungarvík
 - Verslunarmannahelgin 2020
 - Sveitalíf - Friðrik og Jógvan
 - Fullveldisdagurinn
 
Eftirfarandi upplýsingasíður voru mest skoðaðar á árinu:
- Sundlaug Bolungarvíkur
 - Fundargerðir bæjarráðs
 - Bolungarvíkurkaupstaður
 - Starfsfólk
 - COVID-19
 - Laus störf
 

