Fréttir
  • Skjaldarmerki_grein

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Greiða má atkvæði á skrifstofu embættisins á Ísafirði. Nánari upplýsingar eru á vefnum syslumenn.is.

Kjósendur eru minntir á að hafa gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini) meðferðis.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Hún þarf að hafa borist hlutaðeigandi embætti sýslumanns eigi síðar en kl. 10:00 tveimur dögum fyrir kjördag eða fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 10:00.

Kjósandi sem greiðir atkvæði utankjörfundar í umdæmi þar sem hann er ekki á kjörskrá ber ábyrgð á að koma atkvæði sínu til þess sveitarfélags þar sem hann er á kjörskrá.

Upplýsingar um hvar einstaklingur sé skráður á kjörskrá má sjá á vef Þjóðskrár, skra.is.

Athygli er vakin á vefnum kosning.is en þar verða birtar upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar 2022.

Birt efni: