Fréttir
  • Skjaldarmerki_grein

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Hægt verður að sjá hvar kjósendur eru á kjörskrá á vef skra.is þegar nær dregur kosningunum. 

Tekið er við listaframboðum í Ráðhúsi Bolungarvíkur á opnunartíma þjónustumiðstöðvar milli kl. 10:00 og 15:00. Framboðsfrestur rennur út kl. 12:00 föstudaginn 8. apríl.

Kjósendur geta kynnt sér kosningalög nr. 112/2021 sem tóku gildi í janúar og með þeim hafa eldri lög um kosningar fallið brott. 

Nýju lögin taka til kosninga til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um þjóðaratkvæðagreiðslur. 

Einnig verða reglugerðir gefnar út um nánari framkvæmd einstakra ákvæða nýju laganna. Nú þegar hefur reglugerð nr. 330/2022 um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar verið gefin út, reglugerð nr. 387/2022 um aðgang að og birtingu upplýsinga úr kjörskrá og reglugerð nr. 388/2022 um kjörgögn, atkvæðakassa o.fl. 

Athygli er vakin á vefnum kosning.is en þar verða birtar upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar 2022.

Birt efni: