Fréttir
  • Skjaldarmerki_grein

Kjörfundur, utankjörfundur, talning atkvæða og aðsetur kjörstjórnar

Kjörfundur í Bolungarvík vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 verður haldinn laugardaginn 14. maí 2022 í Félagsheimili Bolungarvíkur við Aðalstræti 24.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 21:00.

Greiða má atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á Ísafirði á föstudag kl. 9:30-16:00 og á kjördag kl. 14:00-17:00.

Kjósandi sem greiðir atkvæði utankjörfundar í umdæmi þar sem hann er ekki á kjörskrá ber ábyrgð á að koma atkvæði sínu til þess sveitarfélags þar sem hann er á kjörskrá.

Talning atkvæða fer fram í Félagsheimili Bolungarvíkur eftir kl. 22:00 þann 14. maí 2022. Talning atkvæða fer fram fyrir opnum dyrum svo að almenningi gefst kostur á að vera viðstaddur.

Kjörstjórn Bolungarvíkur verður með aðsetur í Félagsheimili Bolungarvíkur á meðan kjörfundur stendur yfir og talning atkvæða. Formaður kjörstjórnar er Helgi Hjálmtýsson, 8918477, helgi@bolungarvik.is. Á öðum tíma er aðsetur kjörstjórnar í Ráðhúsi Bolungarvíkur. 

Upplýsingar um hvar einstaklingur sé skráður á kjörskrá má sjá á vef Þjóðskrár, skra.is.

Athygli er vakin á vefnum kosning.is en þar verða birtar upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar 2022.

Birt efni: