Fréttir
  • Handrit

Vefannáll 2018

Á vefnum bolungarvik.is voru gefnar út 108 fréttagreinar og 96 viðburðagreinar. 

Alls heimsóttu um 20.000 notendur vefinn bolungarvik.is á árinu í 47.000 heimsóknum og skoðuðu þeir um 100.000 síður en það er um 38% aukning í notendum frá fyrra ári. Meðal dvalartími á vefnum í hverri heimsókn var tæp ein og hálf mínúta og um tvær síður voru skoðaðar að meðaltali í hverri heimsókn.  

Notendur skoðuðu vefinn oftast í síma en hlutfallið var:

  • 48% sími
  • 44% tölva
  • 8% spjaldtölva

 Hlutfallið breyttist frá árinu áður en þá skoðuðu 50% notendanna vefinn í tölvu. 

Þrír toppar voru greinilegir á árinu á bolungarvik.is þar sem vefheimsóknir voru flestar en heimsóknirnar tengust greinunum:

  1. Magnús Már Jakobsson nýr forstöðumaður í Musterinu 
  2. Úrslit kosninganna 2018 og
  3. Annas Jón Sigmundsson ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri 

Á vef grunnskólans, gs.bolungarvik.is, voru gefnar út 35 greinar og á vef tónlistarskólans, ts.bolungarvik.is, voru gefnar út 11 greinar. Á vef leikskólans, gladheimar.leikskolinn.is, voru gefnar út 30 greinar. 

Í fréttum á bolungarvik.is var grein um minningu sjófarenda á Heiðrúnu II mest skoðuð á árinu en í febrúar var þeirra minnst og á sjómanndag var farið á varðskipinu Tý og lagðir út blómakransar þar sem talið er að báturinn hafi farið niður. 

Fréttagreinar um fyrirhugðar framkvæmdir á Bolafjalli voru einnig mikið skoðaðar og þá einnig greinar um starfsmannamál líkt og kemur fram hér ofar og kosninguna til sveitarstjórnar.

Mest skoðaðar fréttirgreinar á bolungarvik.is á árinu voru: 

  1. 50 ára minning sjófarenda á Heiðrúnu II 
  2. Niðurstöður forvals vegna Bolafjalls 
  3. Magnús Már Jakobsson nýr forstöðumaður í Musterinu 
  4. Úrslit kosninganna 2018 
  5. Annas Jón Sigmundsson ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri 
  6. Staða yfirhafnarvarðar laus til umsóknar 
  7. Forval vegna skipulags og hönnunar útsýnisstaðar á Bolafjalli 
  8. Stefán Pétur yfirhafnarvörður 
  9. Hugmynd að betri Bolungarvík? 
  10. Sumarnámskeið 
  11. Íbúafundir með hagsmunaaðilum og íbúum 
  12. Útboð viðbyggingar og endurbóta leikskóla 

Mest skoðaðar viðburðargreinar á bolungarvik.is voru:

  1. Markaðshelgin 2018 
  2. Sjómannadagshelgin 2018 
  3. Páskahelgin í Bolungarvík 2018 
  4. Mýrarboltinn í Bolungarvík 2018 
  5. 50 ára minning sjófarenda á Heiðrúnu II 
  6. Einars leikur Guðfinnssonar 
  7. Íbúafundur í Bolungarvík um fiskeldi 
  8. 17. júní 2018 
  9. Markaðsballið 2018 
  10. Varðskipið Týr til sýnis 
  11. Ástarvikan í Bolungarvík 2018 
  12. Sveitarstjórnarkosningar 2018 

Eftirfarandi upplýsingasíður voru mest skoðaðar á árinu:

  1. Sundlaug Bolungarvíkur 
  2. Fundargerðir bæjarráðs 
  3. English 
  4. Fundargerðir bæjarstjórnar 
  5. Gjaldskrá 
  6. Starfsfólk 
  7. Laus störf 
  8. Fundargerðir umhverfismálaráðs 
  9. Nefndir og ráð 
  10. Bæjarstjórn 
  11. Bolungarvíkurkaupstaður 
  12. Sorphirðudagatal 

Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.

Fréttir

    Enginn Skjalaflokkur er tengdur.