Fréttir
 • Handrit

Vefannáll 2018

Á vefnum bolungarvik.is voru gefnar út 108 fréttagreinar og 96 viðburðagreinar. 

Alls heimsóttu um 20.000 notendur vefinn bolungarvik.is á árinu í 47.000 heimsóknum og skoðuðu þeir um 100.000 síður en það er um 38% aukning í notendum frá fyrra ári. Meðal dvalartími á vefnum í hverri heimsókn var tæp ein og hálf mínúta og um tvær síður voru skoðaðar að meðaltali í hverri heimsókn.  

Notendur skoðuðu vefinn oftast í síma en hlutfallið var:

 • 48% sími
 • 44% tölva
 • 8% spjaldtölva

 Hlutfallið breyttist frá árinu áður en þá skoðuðu 50% notendanna vefinn í tölvu. 

Þrír toppar voru greinilegir á árinu á bolungarvik.is þar sem vefheimsóknir voru flestar en heimsóknirnar tengust greinunum:

 1. Magnús Már Jakobsson nýr forstöðumaður í Musterinu 
 2. Úrslit kosninganna 2018 og
 3. Annas Jón Sigmundsson ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri 

Á vef grunnskólans, gs.bolungarvik.is, voru gefnar út 35 greinar og á vef tónlistarskólans, ts.bolungarvik.is, voru gefnar út 11 greinar. Á vef leikskólans, gladheimar.leikskolinn.is, voru gefnar út 30 greinar. 

Í fréttum á bolungarvik.is var grein um minningu sjófarenda á Heiðrúnu II mest skoðuð á árinu en í febrúar var þeirra minnst og á sjómanndag var farið á varðskipinu Tý og lagðir út blómakransar þar sem talið er að báturinn hafi farið niður. 

Fréttagreinar um fyrirhugðar framkvæmdir á Bolafjalli voru einnig mikið skoðaðar og þá einnig greinar um starfsmannamál líkt og kemur fram hér ofar og kosninguna til sveitarstjórnar.

Mest skoðaðar fréttirgreinar á bolungarvik.is á árinu voru: 

 1. 50 ára minning sjófarenda á Heiðrúnu II 
 2. Niðurstöður forvals vegna Bolafjalls 
 3. Magnús Már Jakobsson nýr forstöðumaður í Musterinu 
 4. Úrslit kosninganna 2018 
 5. Annas Jón Sigmundsson ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri 
 6. Staða yfirhafnarvarðar laus til umsóknar 
 7. Forval vegna skipulags og hönnunar útsýnisstaðar á Bolafjalli 
 8. Stefán Pétur yfirhafnarvörður 
 9. Hugmynd að betri Bolungarvík? 
 10. Sumarnámskeið 
 11. Íbúafundir með hagsmunaaðilum og íbúum 
 12. Útboð viðbyggingar og endurbóta leikskóla 

Mest skoðaðar viðburðargreinar á bolungarvik.is voru:

 1. Markaðshelgin 2018 
 2. Sjómannadagshelgin 2018 
 3. Páskahelgin í Bolungarvík 2018 
 4. Mýrarboltinn í Bolungarvík 2018 
 5. 50 ára minning sjófarenda á Heiðrúnu II 
 6. Einars leikur Guðfinnssonar 
 7. Íbúafundur í Bolungarvík um fiskeldi 
 8. 17. júní 2018 
 9. Markaðsballið 2018 
 10. Varðskipið Týr til sýnis 
 11. Ástarvikan í Bolungarvík 2018 
 12. Sveitarstjórnarkosningar 2018 

Eftirfarandi upplýsingasíður voru mest skoðaðar á árinu:

 1. Sundlaug Bolungarvíkur 
 2. Fundargerðir bæjarráðs 
 3. English 
 4. Fundargerðir bæjarstjórnar 
 5. Gjaldskrá 
 6. Starfsfólk 
 7. Laus störf 
 8. Fundargerðir umhverfismálaráðs 
 9. Nefndir og ráð 
 10. Bæjarstjórn 
 11. Bolungarvíkurkaupstaður 
 12. Sorphirðudagatal